Afsala Sjálfstæðinu?

Já er það ekki eina málið? Að afsala sjálfstæðinu til Evrópusambandsins? Hverju haldið þið að við eigum eftir að ráða ef Ísland verður innlimað í Evrópusambandið? Svo er einungis tímaspursmál um það hvenær ESB fær framkvæmdavald og Evrópa verður þá nánast orðin eitt ríki er ég allavega hræddur um.

Ótrúlegt að sjá hvernig sumir virðast mynda sína skoðun mest megnis á því sem "sölumenn" ESB hafa að segja. Auðvitað lofa þeir gulli og grænum skógum og lofsama Evrópusambandið líkt og þeir væru að vinna hjá Vörutorginu.

Hver vill miðstýrðan heim þar sem allir eru steyptir í sama mót? 

Það er mál að fólk líti framhjá þessari ESB gulrót sem veifað er fyrir framan fólk og líti á heildarmyndina, ekki bara lofuðum prósentutölum um lækkun vaxta og þess háttar sem er einungis sætur glassúr á drulluköku. 

Heimurinn á eftir að enda miðstýrður undir einni stjórn fyrr eða síðar. Ísland í ESB væri bara enn eitt skrefið í áttina að New World Order.


mbl.is Eina leiðin að sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er svona hryllilegt with ríkjasambönd?
Við erum nú þegar é EFTA (sem hefur farið ört smækkandi undanfarna áratugi) og þarmeð í EES. Það eru ýmsar álögur fylgjandi því að vera í EES, mjög svipað og að vera í ES. Þannig er þetta líka með Schengen.
Af hverju ekki að vera með?
Af hverju vera útundan?
Þarfnast ES okkar?
Ég held að til skemmri eða lengri tíma munum við þarfnast ES meira en öfugt.
Í sambandi við Evruna: það er lítill vilji ráðamanna á Íslandi til að innleiða Evruna. Ástæðan er aðallega hvað það mundi auðvelda allan samanburð við Evrulöndin. Sérstaklega verðlag (t.d. á matvælum) væri hægt að bera saman án þess að þurfa að reikna.
Hvernig er sjálfstæðinu ógnað?
Auðvitað er ýmislegt í ES sem mætti betur fara, þannig er líka háttað um stjórnmálin alls staðar. Þetta er bara lýðræði.
En að sjálfsögðu mætti ekki missa kvótastjórnunina á fiskimiðunum úr landinu. Hún hefur komið sér svo vel fyrir ALLA landsmenn, ekki satt?

 Kærar kveðjur

Einar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Þórður

Auðvitað eigum við eftir að "þurfa" að ganga í ESB. Þeir eiga eftir að sjá til þess að við komumst ekki af öðruvísi.

Þórður, 19.2.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Nær allir ráðherrar Íslands vinna innan fulls lagaramma ESB, og ekki hef ég heyrt þá kvarta mikið yfir að þeir ráði ekki neinu! Málið er að Evrópusambandið setur leikreglurnar, og í gegnum EES samninginn og fleiri samstörf erum við Íslendingar búnir að taka upp að fullu 22 af 35 köflum sem ESB skiptir aðildarviðræðum sínum við ný ríki upp í, og auk þess stóra hluta hinna 13 kaflanna. Við eigum í raun bara eftir landbúnaðarstefnuna hjá þeim og gjaldeyrismálin, að öðru leiti munum við ekki taka eftir því að við göngum í ESB.

Landbúnaðarstefna ESB mun þýða 40% lækkun á matarverði, og evra mun þýða amk 10% lækkun á vöxtum - það er því ekkert skrýtið að það sé verið að tala um inngöngu í ESB, þetta væri gríðarleg búbót fyrir öll Íslensk heimili, og nauðsynleg breyting fyrir Íslensk fyrirtæki.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.2.2008 kl. 19:41

4 identicon

"Auðvitað eigum við eftir að "þurfa" að ganga í ESB. Þeir eiga eftir að sjá til þess að við komumst ekki af öðruvísi."

Ég get lofað þér því að hagur ESB í að fá okkur í sambandið eru smámunir miðað við þann hag sem við myndum hljóta af því þannig þessi fullyrðing þín er úr lausu lofti gripin.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Þórður

Mikið eru allir uppteknir af því að elta þessari ESB gulrót sem veifað er fyrir framan mann.

Ég hef ekkert á móti viðskiptasamningum og milliríkjasamskiptum, án þeirra kæmumst við ekki af. En það er augljóst að Evrópa er að þróast yfir í það að vera eins og eitt miðstýrt ríki. Til hvers vorum við að krefjast sjálfstæðis frá dönum 1944 ef við ætlum svo að bindast inn í hið verðandi Evrópuríki?

Verður svo ekki bara málið að halda upp á þjóðhátíðardag Evrópu?

Þórður, 20.2.2008 kl. 18:19

6 identicon

Ég veit ekki til hvers við vorum að fá sjálfstæði frá Dönum, ég fæddist árið 1986.

Fyrir þjóðhátíðardag Evrópu sting ég upp á 7. feb eða 1. nóv. eftir því hvort þú vilt halda upp á undirskrift eða gildistöku Maastrichtsáttmálans. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:47

7 identicon

Það sem við erum komnir út í Þórður er önnur umræða án þess að svara þeirri sem er uppi á borði í dag. Umræðan sem þú ert að tala fyrir er sú hvort sjálfstæði þjóðar sé gott. Mér er sama, eins og vonandi hefur skinið í gegn en þér er það mikið í mun. Þar sem mér er sama þá er það þitt að sannfæra mig um að sjálfstæði þjóðar sé ekki bara gott, heldur nauðsynlegt.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband